Björt framtíð - vantraust á ríkisstjórnina

Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, var vígreifur í fjölmiðlum í gær. Sömu sögu er að segja af varaformanninum Katrínu Júlíusdóttur. Bæði lögðu þau áherslu á upptöku Evru sem helsta baráttumál Samfylkingarinnar. Það er ljóst að áframhaldandi ofurhörð barátta fyrir upptöku Evrunnar og þar af leiðandi innganga í Evrópusambandið mun verða það mál sem helst mun áfram aðgreina Samfylkinguna frá öðrum flokkum á Íslandi. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að fylgi Samfylkingarinnar er í frjálsu falli og Björt framtíð sópar að sér fylgi hennar. Björt Framtíð hefur milda stefnu gagnvart Evrópusambandinu samanborið við Samfylkinguna og vill sjá hvað kemur út úr „samningaviðræðunum“ og að þjóðaratkvæðagreiðsla ákveði framhaldið. Samfylkingin er illa brennd af Icesave-málinu og árásum  „vinstri“stjórnarinnar á velferðarkerfið og kjör öryrkja og aldraðra. Björt framtíð er ekki með þessi mál á bakinu. Hún vill fara sér hægt í stjórnarskrármálinu og boðar vönduð vinnubrögð ólíkt leiftursóknarstefnu Samfylkingarinnar. Nú þegar almenningur hefur fengið nóg af Samfylkingunni og hún hefur ekki enn náð áttum er rétti tíminn fyrir Bjarta framtíð að róa öllum árum að kosið verði til Alþingis sem fyrst. Hún ætti að beita sér fyrir því að vantraust verði borið fram á ríkisstjórnina og henni komið frá sem fyrst.    


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ívar Jónsson

Höfundur

Ívar Jónsson
Ívar Jónsson

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IJ
  • Forsetar Islands

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband