Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvers konar forseta þurfum við?

Spurning sem margir velta fyrir sér í dag er hvort Katrín Jakobsdóttir stefni á forsetaframboð að hætti núverandi forseta. Ólafur Ragnar lét af formennsku Alþýðubandalagsins á landsfundi þess í október árið fyrir forsetakosningarnar 1996. Í október n.k. verður landsfundur Vinstri-grænna og forsetakosningar á næsta ári. Það er því orðið tímabært fyrir Katrínu að undirbúa flokksfélaga sína og kjósendur fyrir mögulegt forsetaframboð, en framboð hennar er ekki líklegt til sigurs.  

Icesave-málið sýndi þjóðinni hvað það er mikilvægt að forseti sé tilbúinn til að taka þjóðarhagsmuni og þjóðarvilja fram yfir vilja stjórnmálaflokkanna. Eins og kunnugt er greiddi Katrín ítrekað atkvæði með Icesave-samningum þvert á vilja þjóðarinnar. Hún hefur því sýnt í verki að henni er ekki treystandi sem forseti til að neita að undirrita umdeild lög og láta þjóðina ákvarða mikilvæg mál sem varða þjóðarhagsmuni í þjóðatkvæðagreiðslu.

Í ljósi sögu forsetaframboða er hugsanlegt framboð hennar ekki sigurstranglegt. Af fimm forsetum lýðveldisins komu þrír úr röðum stórnmálamanna. Allir höfðu þeir verið þingmenn fleiri en eins flokks eða boðið sig fram utan flokka. Þetta á við um Svein Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Hinir tveir forsetarnir komu úr röðum fræðimanna eða úr menningargeiranum, þ.e. Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir. Vigdís og Ólafur Ragnar höfðu einnig stjórnað vinsælum sjónvarpsþáttum. Allir kjörnir forsetar voru 50 ára eða eldri í sínu fyrsta forsetaframboði. Katrín Jakobsdóttir hefur engan af þessum eiginleikum. Hún verður 40 ára á næsta ári, er eins flokks manneskja og kemur hvorki úr röðum fræðimanna eða vinsæls fjölmiðlafólks (sjá meðfylgjandi töflu).

Jafnvel pólitískt orðspor Katrínar er hindrun. Katrín var lítið áberandi ráðherra í “vinstristjórn“ Jóhönnu Sigurðardóttur, sem kjósendur höfnuðu með afgerandi hætti í síðustu kosningum. Þess má geta að Ólafur Ragnar naut virðingar þvert á flokka vegan vasklegrar framgöngu sinnar í skattamálum sem fjármálaráðherra. Stjórnmálamaður með orðspor Katrínar er ekki líklegur til að verða næsti forseti Íslands, þrátt fyrir að vera “kona sem nýtur trausts” í skoðanakönnunum.

Það er kominn tími til að þjóðin ræði ekki bara hvaða, heldur hvers konar forseta hún þarf á að halda.

Forsetar Islands

 


Björt framtíð - vantraust á ríkisstjórnina

Nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, var vígreifur í fjölmiðlum í gær. Sömu sögu er að segja af varaformanninum Katrínu Júlíusdóttur. Bæði lögðu þau áherslu á upptöku Evru sem helsta baráttumál Samfylkingarinnar. Það er ljóst að áframhaldandi ofurhörð barátta fyrir upptöku Evrunnar og þar af leiðandi innganga í Evrópusambandið mun verða það mál sem helst mun áfram aðgreina Samfylkinguna frá öðrum flokkum á Íslandi. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að fylgi Samfylkingarinnar er í frjálsu falli og Björt framtíð sópar að sér fylgi hennar. Björt Framtíð hefur milda stefnu gagnvart Evrópusambandinu samanborið við Samfylkinguna og vill sjá hvað kemur út úr „samningaviðræðunum“ og að þjóðaratkvæðagreiðsla ákveði framhaldið. Samfylkingin er illa brennd af Icesave-málinu og árásum  „vinstri“stjórnarinnar á velferðarkerfið og kjör öryrkja og aldraðra. Björt framtíð er ekki með þessi mál á bakinu. Hún vill fara sér hægt í stjórnarskrármálinu og boðar vönduð vinnubrögð ólíkt leiftursóknarstefnu Samfylkingarinnar. Nú þegar almenningur hefur fengið nóg af Samfylkingunni og hún hefur ekki enn náð áttum er rétti tíminn fyrir Bjarta framtíð að róa öllum árum að kosið verði til Alþingis sem fyrst. Hún ætti að beita sér fyrir því að vantraust verði borið fram á ríkisstjórnina og henni komið frá sem fyrst.    


Um bloggið

Ívar Jónsson

Höfundur

Ívar Jónsson
Ívar Jónsson

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IJ
  • Forsetar Islands

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband